Í viðskipti á örfáum mínútum

Vádís er ný þjónusta á vegum TM.
Vádís er ný þjónusta á vegum TM. Ljósmynd/Samsett - mbl

Vádís er nafnið á nýrri stafrænni lausn Tryggingamiðstöðvarinnar og er þegar orðin aðgengileg neytendum. Um er að ræða sjálfvirka þjónustu þar sem neytendur geta gengið frá tryggingum á netinu og í snjallsímum á nokkrum mínútum.

Að sögn Kjartans Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra hjá TM, er boðið upp á lægra verð fyrir þá viðskiptavini sem nýta sér þjónustuna, en fyrirtækið býður einnig upp á aðstoð fyrir þá sem hana þurfa til að nýta sér þessa nýju þjónustu.

„Vádís er í grunninn vefsala þar sem við erum að selja allar helstu tryggingar fyrir venjulegt heimili. Það sem er nýtt í þessu er að um er að ræða gagnvirkt ráðgjafartól. Það sem sker þessa lausn frá öðrum á markaðnum er það að þarna færðu strax verð á tryggingarnar. Þú getur klárað ferlið frá upphafi til enda, allt til upppsagnar hjá öðru vátryggingafélagi, á örfáum mínútum,“ segir Kjartan í samtali við ViðskiptaMoggann.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK