Tugmilljóna greiðslu stolið

Sérútbúnir jeppar frá Arctic Trucks á Suðurskautslandinu.
Sérútbúnir jeppar frá Arctic Trucks á Suðurskautslandinu.

Svikahrappar stálu nærri 40 milljónum króna af viðskiptavini Arctic Trucks þegar þeir blekktu hann til þess að greiða upphæðina inn á eigin reikning í stað reiknings Arctic Trucks en greiðslan var vegna ferðar tveggja einstaklinga á suðurpólinn með íslenska fyrirtækinu.

Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, segir svikarann hafa komist í tölvupóstssamskipti fyrirtækjanna og þannig náð að blekkja báða aðila með því að stofna ný lén sem líktust lénum fyrirtækjanna og netföng með nöfnum þeirra sem skipst höfðu á póstum vegna ferðarinnar.

„Einhvern tíma komast þessir þjófar inn í tölvupóstssamskiptin og búa til ný lén og netföng í nafni okkar og viðskiptavinarins,“ segir Herjólfur. „Við erum alltaf að skrifa svikaranum og viðskiptavinur okkar er alltaf að skrifa svikaranum. Þeir láta póstana fljóta áfram eins og venjuleg samskipti ættu sér stað,“ segir Herjólfur. Að endingu blekkti svikarinn erlendan viðskiptavin Arctic Trucks til að greiða inn á sinn reikning. Herjólfur segir að öryggisúttekt bendi til þess að ekki hafi verið öryggisbrestur hjá Arctic Trucks en að öllum öryggisferlum fyrirtækisins hafi verið breytt þegar tekið er á móti erlendum greiðslum eða þær inntar af hendi.

Í umfjöllun um svik þessi í ViðskiptaMogganum í dag segir Guðbjarni Guðmundsson, forstöðumaður kjarnalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Opnum kerfum, svik af þessum toga hafa aukist umtalsvert, sérstaklega síðasta árið, og hvetur fyrirtæki til að nota tvöfalda auðkenningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK