Eimskip segja upp upplýsingafulltrúa

Ólafur mun starfa með félaginu fram á vor.
Ólafur mun starfa með félaginu fram á vor. Ljósmynd/Eimskip

Ólafi William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, hefur verið sagt upp störfum en mun sinna ákveðnum verkefnum og starfa með Eimskipum fram á vor. Framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs félagsins segir uppsögnina ekki tengjast dómi sem Ólafur hlaut í desember.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá starfslokum Ólafs.

Hann var þá dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni og brot á barnaverndarlögum. 

Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastóri mannauðs- og markaðssviðs Eimskipa, segir starfslok Ólafs tengjast umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem tilkynnt var um 18. janúar.

Fram kom í fréttatilkynningu að þær aðgerðir fælu í sér breytingar á tíu stöðugildum hjá Eimskipum sem ýmist verða lögð niður eða taki breytingum. Flest varði þau millistjórnendur hjá félaginu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK