Eimskip segja upp upplýsingafulltrúa

Ólafur mun starfa með félaginu fram á vor.
Ólafur mun starfa með félaginu fram á vor. Ljósmynd/Eimskip

Ólafi William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, hefur verið sagt upp störfum en mun sinna ákveðnum verkefnum og starfa með Eimskipum fram á vor. Framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs félagsins segir uppsögnina ekki tengjast dómi sem Ólafur hlaut í desember.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá starfslokum Ólafs.

Hann var þá dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni og brot á barnaverndarlögum. 

Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastóri mannauðs- og markaðssviðs Eimskipa, segir starfslok Ólafs tengjast umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem tilkynnt var um 18. janúar.

Fram kom í fréttatilkynningu að þær aðgerðir fælu í sér breytingar á tíu stöðugildum hjá Eimskipum sem ýmist verða lögð niður eða taki breytingum. Flest varði þau millistjórnendur hjá félaginu.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir