Hlutabréfaverð Icelandair hrynur

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréfaverð Icelandair hefur hrunið það sem af er degi og er nú 17,6% lægra en við lokun markaða í gær. Viðskipti með bréf félagsins eru þó heldur lítil enn sem komið er, en aðeins hafa átt sér stað viðskipti fyrir 37 milljónir króna. Gengi bréfanna stendur nú í 8,49 krónum á hlut.

Í gær var greint frá því að Icelandair hafi tapað 6,7 milljörðum króna á síðasta ári. Var ástæðan sögð „sam­keppni í milli­landa­flugi, lág og oft ósjálf­bær far­gjöld og mik[il] hækk­un eldsneytis­verðs. Jafn­framt höfðu breyt­ing­ar á sölu- og markaðsstarf­semi fé­lags­ins, sem og ójafn­vægi í leiðar­kerfi nei­kvæð áhrif á af­kom­una.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK