Keppa um kauphöllina í Ósló

Kauphöllin í Ósló/Oslo Børs.
Kauphöllin í Ósló/Oslo Børs. AFP

Evrópska kauphallarfyrirtækið Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló í 783 milljónir Bandaríkjadala en bandaríska kauphallarfyrirtækið Nasdaq hefur einnig gert tilboð í rekstur kauphallarinnar.

Í tilkynningu frá Euronext kemur fram að tilboðið hljóði upp á 158 krónur á hlut en Nasdaq bauð 152 krónur (norskar) á hlut í tilboði sínu 30. janúar. Upphaflegt tilboð Euronext frá því í desember hljóðaði upp á 145 krónur á hlut.

Stjórnendur kauphallarinnar í Ósló styðja tilboð Nasdaq og segja það tilboð betra fyrir norska fjármálamarkaðinn og fyrirtækin sem eru skráð í kauphöllinni. Aðrar kauphallir á Norðurlöndunum eru í eigu Nasdaq sem og kauphallirnar í Eystrasaltslöndunum. Euronext rekur aftur á móti kauphallirnar í París, Amsterdam, Brussel, Dublin og Lissabon.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK