Berglind ráðin framkvæmdastjóri ON

mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu en Berglind hefur gegnt starfinu tímabundið frá því í september. Starfið var auglýst laust til umsóknar í upphafi þessa árs.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Berglind er sameindalíffræðingur með MBA-próf frá IESE í Barcelona. Hún var ráðin til Orku náttúrunnar á árinu 2017 sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða en fram kemur í tilkynningunni að hún hafi þá haft meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir