Taka afstöðu til rannsóknar

Lýsing hf. varð að Lykli, og er að fullu í ...
Lýsing hf. varð að Lykli, og er að fullu í eigu Klakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á hluthafafundi eignarhaldsfélagsins Klakka ehf., sem á fjármálafyrirtækið Lykil fjármögnun hf., áður Lýsingu hf., verður tekin fyrir tillaga hluthafa félagsins um að sérstök rannsókn verði framkvæmd á tilgreindum atriðum er varða starfsemi Klakka.

Í auglýsingu í Morgunblaðinu í vikunni er vísað til 1. mgr. 72. gr. laga um einkahlutafélög sem kveður á um að tíundi hluti hluthafa geti farið fram á slíka rannsókn. 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins beinist rannsóknarbeiðnin að aðkomu starfsmanna Klakka að opnu söluferli Lindarhvols árið 2016 á sölu á hlut í Klakka og kröfu á hendur félaginu en tekin verður afstaða til rannsóknarinnar á hluthafafundinum sem haldinn verður 11. mars næstkomandi.

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir