Jón Ólafur býður sig fram til formanns SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. mbl.is/Kristinn

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, en SVÞ eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa í verslun og þjónustu á Íslandi. 

Jón Ólafur var ráðinn forstjóri Olís 2014 en hann starfaði sem framkvæmdastjóri smásölu- og fyrirtækjasviðs Olís frá 1995.

Jón er véltæknifræðingur og viðskiptafræðingur MBA að mennt. Hann er kvæntur Guðrúnu Atladóttur, innanhúsarkitekt og MA í menningarmiðlun. Þau eiga þrjú börn.

Margrét Sanders sem verið hefur formaður SVÞ síðan 2014 hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður samtakanna. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir