Mögulega bakað félaginu tjón

Rannsóknir skiptastjóra þrotabús Primera Air á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, hafa „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þá hefur skiptastjóri það til skoðunar „hvernig staðið var að reikningsskilum þrotamannsins að öðru leyti“. Þetta kemur fram í skýrslu skiptastjóra sem Markaðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins, hefur undir höndum.

Athugun skiptastjóra á reikningsskilum flugfélagsins kunni að leiða til þess að þrotabúið geti sótt frekari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Þá hyggst skiptastjóri höfða riftunarmál fyrir dómstólum, meðal annars á hendur Andra persónulega, vegna tveggja ráðstafana Primera Air að fjárhæð samtals 520 milljónir.

Markaðurinn 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK