Mögulega bakað félaginu tjón

Rannsóknir skiptastjóra þrotabús Primera Air á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, hafa „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þá hefur skiptastjóri það til skoðunar „hvernig staðið var að reikningsskilum þrotamannsins að öðru leyti“. Þetta kemur fram í skýrslu skiptastjóra sem Markaðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins, hefur undir höndum.

Athugun skiptastjóra á reikningsskilum flugfélagsins kunni að leiða til þess að þrotabúið geti sótt frekari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Þá hyggst skiptastjóri höfða riftunarmál fyrir dómstólum, meðal annars á hendur Andra persónulega, vegna tveggja ráðstafana Primera Air að fjárhæð samtals 520 milljónir.

Markaðurinn 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir