Teatime vekur mikla athygli

Nýi leikurinn heitir Hyperspeed. Hér til hægri má sjá skjáskot ...
Nýi leikurinn heitir Hyperspeed. Hér til hægri má sjá skjáskot úr leiknum. Samsett mynd

Þorsteinn Baldur Friðriksson og félagar hjá Teatime Games gáfu í gær út nýjan tölvuleik sem hefur fengið nafnið Hyperspeed og er leikurinn aðgengilegur í App Store og á Google Play Store. Leikurinn er sá fyrsti af mörgum væntanlegum leikjum sem allir munu byggjast á áður óþekktri hugmyndafræði í símaleikjageiranum. Í stuttu máli snýst hún um að tengja fólk saman í vídeósímtali þar sem því er skotið inn í leikjaheim á meðan það spilar símaleiki saman. Er AR-tækni (e. augmented reality), sem margir kannast við úr filterum á Snapchat, nýtt í þessum tilgangi á nýjan hátt.

Tæknin sem leikurinn byggist á hefur vakið mikla athygli erlendis og hafa fréttir verið sagðar í ýmsum miðlum. Þar á meðal í Forbes, Tech Crunch og Venture Beat.

„Við höfum fengið sterk viðbrögð við þessu úti,“ segir Þorsteinn í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Við erum að vinna leiki með nokkrum mjög flottum leikjastúdíóum erlendis. Þessi fyrsti leikur, Hyperspeed, sýnir hvernig þessi tækni virkar en er bara fyrsti leikurinn af mörgum leikjum sem við höldum áfram að þróa. Aðalmarkmiðið með Hyperspeed er að sjá að tæknin virki. Við erum að gera hluti sem hafa ekki verið gerðir áður tæknilega séð og fylgjumst bara með því núna hvernig fólk tekur í öðruvísi tegund af leikjaspilun á farsímum.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir