Til höfuðs Netflix

Aukin samkeppni er um áhorfendur í Bretlandi.
Aukin samkeppni er um áhorfendur í Bretlandi. AFP

Stærstu sjónvarpsstöðvar Bretlands, BBC og ITV, hafa tekið höndum saman í baráttunni um áhorfendur við Netflix og aðrar sjónvarpsveitur á netinu með streymisveitunni BritBox. Um er að ræða nýtt samstarf í Bretlandi en hingað til hefur BritBox aðeins verið aðgengilegt í Norður-Ameríku. Talið er að starfsemi BritBox verði mun meiri í Bretlandi en í N-Ameríku en þar eru áskrifendur rúmlega hálf milljón. 

Í tilkynningu frá BBC og ITV kemur fram að um nýjung sé að ræða á breskum fjölmiðlamarkaði og útsendingar hefjist á síðari hluta ársins. Bæði verði um nýjar og gamlar þáttaraðir að ræða og áskriftargjöldum stillt í hóf.

Hlutabréf ITV lækkuðu um 3,5% eftir að tilkynnt var um samstarfið á heimaslóðum en lækkunin er einnig rakin til uppgjörstilkynningar félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK