Kaupir fyrir 12,5 milljónir í Eimskip

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Ljósmynd/Eimskip

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir samtals 12,5 milljónir króna, en um er að ræða 66.050 hluti á genginu 189,25 krónur. Hann átti engin bréf fyrir í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Vilhelm tók við starfi forstjóra félagsins 24. janúar, en hann hafði áður verið framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs Íslandsbanka.

Stærsti eigandi Eimskips er Samherji, en með ráðningu Vilhelms tengdust fjölskyldur Samherja-frændanna á ný, eins og mbl.is fjallaði um þegar tilkynnt var um ráðninguna. Vilhelm og Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips, eru frændur, en feður þeirra stofnuðu Samherja ásamt Kristjáni Vilhelmssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK