WOW air í vanskilum með mótframlagsgreiðslur

Þota WOW í Keflavík. Mynd úr safni.
Þota WOW í Keflavík. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Flugfélagið WOW air hefur ekki greitt mótframlag í lífeyris- og séreignarsparnað frá því í október á síðasta ári, en greiðslur vegna nóvember-, desember- og janúarmánaðar eru nú komnar fram yfir eindaga. Gjalddagi vegna greiðslna febrúar er hins vegar enn ekki runninn upp.

Fyrst var greint frá þessu á Vísi í gærkvöldi.

Fréttablaðið greinir einnig frá þessu í dag og segir starfsmenn hafa verið fyrst látna vita af málinu í gær. Haft er eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, í skriflegu svari að vegna „skammtíma lausafjárþrenginga flugfélagsins“ hafi WOW air orðið að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu.

WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði og gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK