Hafa ekkert að segja um WOW

Þota WOW á Keflavíkurflugvelli.
Þota WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk hefur leitað til okkar, en við höfum þurft að bera til baka orðróm. Það eru samningaviðræður í gangi og þær dragast á langinn. Við vitum ekki annað en stefni í rétta átt,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins (ÍFF), spurður hvort félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu flugfélagsins WOW. Hann segir fréttaflutning af stöðu flufélagsins vissulega hafa áhrif á fólk en það sé „ágæt stemning í hópnum“.

Fátt vitað um framhaldið

Viðræður um fjárfestingu Indigo Partners í WOW hafa staðið frá því í desember og hafði verið gefið út að frestur til þess að ganga frá samningum um fjárfestinguna væri 28. febrúar. Viðræður hafa þó verið framlengdar til 29. mars. Spurður hvort ÍFF hafi verið að koma upplýsingum til félagsmanna um stöðu mála segir Vignir að það hafi ekki verið lagt sérstaklega í slíka upplýsingagjöf. „Við höfum ekki mikið að segja. Það eina sem okkur er sagt er að það séu viðræður í gangi og að það taki sinn tíma, höfum það eftir yfirmönnum okkar að þetta sé allt í rétta átt.“

„Fólk er bara að fylgjast með, við vitum ekki neitt meira en aðrir,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands. Hann segir fólk leita til félagsins af ýmsum ástæðum en félagið eigi fá svör. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK