Karlarnir sjálfkjörnir vegna kynjakvóta

Sex bjóða sig fram í stjórn Regins, en stjórnarkjörið fer ...
Sex bjóða sig fram í stjórn Regins, en stjórnarkjörið fer fram á aðalfundi nú á fimmtudaginn. mbl.is/Eggert

Sex hafa boðið sig fram í stjórn fasteignafélagsins Regins, en aðalfundur félagsins fer fram á fimmtudaginn. Fimm sitja í stjórninni og er því ekki sjálfkjörið. Af þeim sem bjóða sig fram eru tveir karlmenn, en fjórar konur.

Samkvæmt lögum um hlutafélög gildir að hlutföll hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með meira en þrjá stjórnarmenn þurfi að vera allavega 40%. Í tilfelli Regins þýðir það að hvort kyn þarf að lágmarki að skipa tvö af fimm sætum í stjórninni. Því er ljóst að báðir karlmennirnir sem bjóða sig fram eru sjálfkjörnir.

Í stjórn í dag sitja þau Tómas Kristjánsson stjórnarformaður, Albert Þór Jónsson, Bryndís Hrafnkelsdóttir, Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Ólöf Hildur Pálsdóttir. Í varastjórn eru þau Finnur Reyr Stefánsson og Hjördís D. Vilhjálmsdóttir.

Ólöf gefur ekki kost á sér í stjórnina áfram, en aðrir eru í framboði. Þá býður Hjördís sig fram í stjórnina sem og Heiðrún Emilía Jónsdóttir. Finnur og Hjördís bjóða sig fram í varastjórn.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir