Norwegian lækkar - fleiri kyrrsetja

Flugvél Air China af gerðinni Boeing 737 MAX 8.
Flugvél Air China af gerðinni Boeing 737 MAX 8. AFP

Norska flugfélagið Norwegian féll um 6% í verði í morgun. Má rekja lækkunina til flugslyssins í Eþíópíu þar sem 157 manns létu lífið eftir að flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 hrapaði stuttu eftir flugtak.

Norwegian hefur nú þegar fengið átján 737 MAX-vélar afhentar og fyrir liggur pöntun félagsins upp á 92 til slíkar vélar til viðbótar. Félagið hefur það sem af er ári fallið um 43% að því er fram kemur í frétt Jyllands Posten.

Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á …
Icelandair mun fá sex Boeing 737 MAX flugvélar afhentar á þessu ári. Árni Sæberg

Nú þegar hafa kínversk yfirvöld fyrirskipað öllum kínverskum flugfélögum að leggja Boeing 737 MAX 8-vélum sínum þar sem ákveðin líkindi voru á milli flugslyssins um helgina og flugslyssins er þota indónesíska flugfélagsins Lion Air af sömu gerð fórst í október á síðasta ári. Yfirvöld í Indónesíu hafa einnig kyrrsett Boeing 737 MAX-vélarnar.

Icelandair gerir út 3 Boeing 737 MAX 8-vélar og hefur lækkað um 8,82% það sem af er dags í 202 milljóna króna viðskiptum. Icelandair hefur tryggt sér kauprétt á samtals sextán Boeing 737 MAX8 og MAX9 vélum en af þeim eru níu 737 MAX 8 sem taka 160 farþega í sæti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK