Tekur lán upp á 80 milljónir dollara

mbl.is/Eggert

Gengið hefur verið frá samningi á milli Icelandair Group og innlendrar lánastofnunar um lán að fjárhæð 80 milljónir dollara, eða sem nemur rúmlega 9,7 milljörðum króna, gegn veði í tíu þotum félagsins af gerðinni Boeing 757.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group til Kauphallarinnar. Þar segir að lánstími sé fimm ár og að gert sé ráð fyrir að lánsfjárhæðin verði notuð sem hlutagreiðsla inn á útgefin skuldabréf félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK