Auður býður upp á 4% innlánsvexti

Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar.
Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar.

Auður (audur.is) er ný fjármálaþjónusta Kviku banka sem tekur formlega til starfa í dag. Auður býður sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4% vöxtum. Vextirnir eru greiddir mánaðarlega. Sparnaðarreikningarnir eru óbundnir og alltaf lausir til úttektar.

Bankaþjónusta Auðar er alfarið á netinu og er afar einföld og þægileg í notkun, samkvæmt fréttatilkynningu. Auður nýtir rafræn skilríki til auðkenningar og fara öll viðskipti fram í íslenskum krónum. Fljótlegt er að stofna reikning á slóðinni audur.is og það eina sem þarf eru rafræn skilríki. Lágmarksinnistæða hvers reiknings er 250.000 krónur en heimilt er að hafa lægri innistæðu í allt að 180 daga.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar, að það væri nýjung hjá Kviku banka að bjóða þjónustu sem þessa fyrir einstaklinga. Hingað til hefur Kvika banki einkum þjónustað fjárfesta og sinnt eignastýringu. Hver einstaklingur getur stofnað einn sparnaðarreikning hjá Auði. Ólöf sagði að ekkert þak væri á innistæðum á sparnaðarreikningunum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir