Nýr fjárfestingarvettvangur hefur starfsemi

Rünno Allikivi, framkvæmdastjóri Funderbeam á Norðurlöndunum.
Rünno Allikivi, framkvæmdastjóri Funderbeam á Norðurlöndunum. Ljósmynd/Aðsend

Eistneska fyrirtækið Funderbeam hefur hafið starfsemi á Íslandi, en um er að ræða alþjóðlegt fjárfestafyrirtæki og nýja leið til fyrir íslensk fyrirtæki til að afla sér fjármagns. Fjárfestar frá 121 landi hafa þegar fjárfest í fyrirtækjum fyrir meira en 9 milljónir evra frá stofnun Funderbeam árið 2013.

Fram kemur í tilkynningu frá Funderbeam og FlowVR, fyrsta íslenska fyrirtækinu til að afla sér fjármagns í gegn um Funderbeam, segir að Funderbeam veiti stofnendum fyrirtækja aðgang að fjárfestum sem geri þeim kleift að velja hverjir geta fjárfest í fyrirtækjunum þeirra og því stjórnað eigendahópi sínum upp að vissu marki. Þá veitir Funderbeam fjárfestum aðganga að nýsköpunarfyrirtækjum í örum vexti og möguleika á að fara inn og út úr fyrirtækjum á virkum markaði þegar þörf er á.

„Við hjá Funderbeam erum virkilega ánægð með að fá FlowVR í okkar stóra hóp og er það fyrsta íslenska nýsköpunarfyrirtækið sem við tökum að okkur. Ég hef fylgst með ferð þeirra í dágóðan tíma og í dag er fyrirtækið að vinna með fjárfestum sínum í Iceland Venture Studio við öflun nýrra viðskiptavina. Við hlökkum mikið til að taka næstu skref með FlowVR innan Funderbeam,“ segir Rünno Allikivi, framkvæmdastjóri Funderbeam á Norðurlöndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK