Blekkingar og rangar upplýsingar

Samkeppniseftirlitið telur að fyrirtækin Advania Holding hf. og Wise lausnir ehf. hafi við framlagningu samrunaskrár í september í fyrra „beitt blekkingum eða veitt rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar“ til stofnunarinnar. Þetta kemur fram í umsagnarbeiðni sem Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér vegna fyrirhugaðs samruna fyrirtækjanna fyrrnefndu.

Samkvæmt því sem þar kemur fram mun grunur hafa vaknað um brot fyrirtækjanna í kjölfar þess að stofnunin bar saman gögn úr samrunatilkynningunni og innanhúsgögnum frá Advania sem vörðuðu kaup fyrirtækisins á Wise og aðdraganda kaupanna og einnig gögnum frá Advania sem vörðuðu þá markaði sem samruninn kunni að hafa áhrif á.

Bendir Samkeppniseftirlitið á að samkeppnislög banni slíka háttsemi. Var samrunaaðilum því sent erindi og þeim kynnt það frummat stofnunarinnar að upplýsingagjöf þeirra væri í miklu ósamræmi við samtímagögn málsins. Féllust samrunaaðilar ekki á þá skoðun eftirlitsins í bréfi sem þeir sendu 21. desember síðastliðinn en drógu þó samrunatilkynninguna til baka og lögðu fram nýja í byrjun þessa árs.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK