65 þúsund manna fyrirtæki í greiðslustöðvun

Interserve heldur úti þjónustu á hjúkrunarheimilum aldraðra og sér m.a. …
Interserve heldur úti þjónustu á hjúkrunarheimilum aldraðra og sér m.a. einnig um þrif á spítölum og skólum. AFP

Þjónustufyrirtækið Interserve, einn stærsti einstaki verktaki breska ríkisins, hefur lagt fram beiðni um greiðslustöðvun. Óvíst er um framtíð fyrirtækisins en þar starfa um 45 þúsund manns að því er fram kemur á vef Financial Times.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í dag kemur fram að félagið muni fara í fjárhagslega endurskipulagningu sem felur í sér að kröfuhafar Interserve taki við fyrirtækinu, en áður höfðu hluthafar Interserve kosið gegn fyrirhuguðum björgunarpakka sem fól í sér að breyta útistandandi skuldum í hlutafé.

Endurskipulagningin myndi hafa það í för með sér að fyrirtækið geti haldið áfram starfsemi og þannig komist hjá því að 45 þúsund manns missi störf sín en fyrirtækið heldur úti þjónustu á hjúkrunarheimilum aldraðra og sér m.a. einnig um þrif á spítölum og skólum.

Á meðal kröfuhafa Interserve eru bankarnir HSBC og RBS sem og vogunarsjóðirnir Emerald og Angelo Gordon, en búist er við því að þessir aðilar verði við stjórnvölinn í lok dags.

65 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu úti um allan heim en tveir þriðju hluti tekna þess, sem námu 2,9 milljörðum punda, koma frá hinu opinbera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK