Freyja kaupir 49% hlut í Ísmar

Ísmar er í Síðumúla 28.
Ísmar er í Síðumúla 28.

Framtakssjóðurinn Freyja, sem rekinn er af Kviku banka hf. hefur keypt 49% eignarhlut í Ísmar ehf. af Sjávarsýn ehf. sem áfram verður meirihlutaeigandi í félaginu. 

Í fréttatilkynningu frá Kviku segir að Ísmar sé sölu- og þjónustufyrirtæki sem bjóði vörur og þjónustu fyrir flesta atvinnuvegi landsins. Félagið starfi nánast eingöngu á fyrirtækjamarkaði en kjarni starfseminnar sé ráðgjöf og sala á tæknibúnaði til m.a. opinberra stofnana, útgerða, verktaka, verkfræðistofa og orkufyrirtækja. 

Tekjur hafa vaxið

„Rekstur Ísmar hefur gengið vel en tekjur þess hafa vaxið rúmlega 20% á milli ára síðustu fimm ár. Stefna eigenda er að halda áfram á þeirri braut sem félagið hefur unnið eftir á undanförnum árum. Fulltrúi Freyju mun taka sæti í stjórn félagsins og taka virkan þátt í að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram að samhliða eigendabreytingum láti Jón Tryggvi Helgason af starfi framkvæmdastjóra eftir áratuga starf fyrir félagið og taki við sem stjórnarformaður þess. Nýr framkvæmdastjóri er Gunnar Sverrisson viðskiptafræðingur en síðustu ár hefur hann starfað fyrir Odda prentun og umbúðir ehf. Þar áður starfaði hann í rúm 15 ár sem fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf.

„Kaupin á 49% hlut í Ísmar er fyrsta fjárfesting framtakssjóðsins Freyju. Við erum afskaplega ánægð með að fá tækifæri til að styðja við áframhaldandi vöxt Ísmars í samstarfi við Sjávarsýn og nýjan forstjóra,“ segir Margit Robertet framkvæmdastjóri Freyju, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK