Þyrftu að vera með átta arma

Fjölmargir ferðamenn gista á hótelum í höfuðborginni þar sem starfsfólk …
Fjölmargir ferðamenn gista á hótelum í höfuðborginni þar sem starfsfólk leggur að óbreyttu niður störf 22., 28. og 29. mars. mbl.is/Eggert

„Þetta verður gífurlega erfið staða,“ segir Eva Jósteinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Miðbæjarhótela/CenterHotels, um fyrirhugað verkfall starfsfólks í gistiþjónustu og hjá hópbifreiðafyrirtækjum 22., 28. og 29. mars.

Meirihluti starfsfólks hótelkeðjunnar fer í verkfall þessa daga ef ekki verður samið. Það eru líklega um 220 manns sem ættu að vinna næsta verkfallsdag af um 300 sem vinna hjá fyrirtækinu á sex hótelum. Starfsfólkið sinnir þrifum á herbergjum, starfar á veitingastöðum hótelanna og er í gestamóttöku svo fátt eitt sé nefnt. 

Eva Jósteinsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Miðbæjarhótela/CenterHotels.
Eva Jósteinsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Miðbæjarhótela/CenterHotels. Ljósmynd/Aðsend

Undanfarið hafa stjórnendur lagt kapp á að skipuleggja þessa daga til að reyna að lágmarka skaðann. Staðan breytist frá degi til dags. „Við ætlum að reyna að tryggja að gestir séu ekki fastir úti á götum Reykjavíkur og að þeir fái lágmarksþjónustu,“ segir Eva sem reiknar með að stjórnendur muni reyna eftir bestu getu að ganga í einhver störf eins og þeim er leyfilegt. „Við hefðum þurft að vera eins og kolkrabbi með átta arma en það er ljóst að við getum ekki sinnt öllu,“ segir Eva.

Spurð hvort brugðið verði á það ráð að loka fyrir bókanir þessa daga segir hún það snúið því nú þegar er þétt bókað og því ekki mikið svigrúm til þess. 

Hún vonar að það verði samið sem fyrst. „Við verðum að vera í þeirri trú að þau semji sem fyrst,“ segir Eva.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK