Fjármálastjórinn hættir líka

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Sýnar, hefur ákveðið að láta af störfum sem fjármálastjóri fyrirtækisins frá og með 1. júní 2019. 

Hrönn hefur starfað hjá Sýn frá árinu 2005 sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs. Hrönn hefur borið ábyrgð á fjármálum, mannauðsmálum og miðlægum rekstri félagsins og meðal annars tekið þátt í að leiða félagið í gegnum miklar breytingar, þ.m.t. skráningu í Kauphöll, nú nýverið samruna við 365.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir