Aðeins önnur hliðin birst

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Árni Sæberg

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir umboðsmann Alþingis hafa borið bankann þungum sökum í tengslum við starfsemi gjaldeyriseftirlits bankans en að þeim verði svarað ítarlega frammi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

„Hann er að hluta til með þungar ásakanir í garð bankans og þið hafið aðeins heyrt ásakanirnar en ekki skýringar þess sem ásakaður er. Ég mun fyrir nefndinni gera grein fyrir þeim.“ Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í ViðskiptaMogganum í dag.

Þar fullyrðir hann einnig að skýrsla bankans um neyðarlánið sem veitt var til Kaupþings í október 2008, og margboðuð hefur verið, verði birt almenningi hinn 30. apríl næstkomandi. Þar verður að hans sögn einnig ljósi varpað á söluna á FIH-bankanum í Danmörku sem tekinn var að allsherjarveði vegna lánveitingarinnar.

Í viðtalinu ræðir Már einnig spurður ítarlega um þau gögn sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun bankans að ráðast í umfangsmikla húsleit á skrifstofum Samherja árið 2012.

Í viðtalinu ræðir Már um fyrirhugaða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Segir hann að til skoðunar sé að byggja tvær hæðir ofan á byggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg með það fyrir augum að koma sameinaðri starfsemi stofnananna fyrir á einum stað.

Sjá viðtalið við Má í heild í ViðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir