Google sektað enn á ný

Google er sakað um að hafa brotið gegn samkeppnisreglugerð ESB.
Google er sakað um að hafa brotið gegn samkeppnisreglugerð ESB. AFP

Evrópusambandið sektaði bandaríska tölvufyrirtækið Google í dag fyrir brot á samkeppnisreglum. Sektin nemur 1,7 milljörðum dollara og er þetta í þriðja sinn á þremur árum sem Google er gert að greiða háa sekt vegna brota á samkeppnisreglum.

Business Insider hefur eftir Margarethe Vestager, samkeppnismálastjóra ESB, að Google hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaði til að hindra keppinauta sína í að selja auglýsingar á netinu. Brotin ná yfir tíu ára tímabil.

Áður hefur Google verið gert að greiða sektir upp á fimm milljarða dollara og 2,7 milljarða dollara. Samanlögð sektarupphæð nemur því 9,4 milljörðum dollara, jafngildi rúmlega 1.000 milljarða íslenskra króna.

Margarethe Vestager, samkeppnismálastjóri ESB, greindi frá þeirri ákvörðun ESB í …
Margarethe Vestager, samkeppnismálastjóri ESB, greindi frá þeirri ákvörðun ESB í dag að sekta Google um 1,7 milljarða dollara vegna brota á samkeppnislögum. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK