Setti met í fjölda einkaleyfisumsókna

Hver litur táknar heimaríki fyrirtækjanna.
Hver litur táknar heimaríki fyrirtækjanna. AFP

Meira en helmingur allra alþjóðlegra einkaleyfisumsókna á síðasta ári kom frá Asíu. Er þessi þróun til marks um hvernig nýsköpun er að færast „frá vestri til austurs“, segir Alþjóðahugverkastofnunin, undirstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Kínverski fjarskiptarisinn Huawei setti met í fjölda einkaleyfisumsókna fyrirtækis á einu ári, með samtals 5.405 umsóknir.

Samkvæmt gögnum stofnunarinnar halda Bandaríkin áfram að vera það ríki sem stendur fyrir flestum umsóknum. En þegar litið er á heildarfjölda umsókna eftir heimsálfum sést ört ris Asíu glögglega.

Flókið kerfi Alþjóðahugverkastofnunarinnar inniheldur marga flokka. Í þeim helsta, sem felst í samsstarfssamningnum um einkaleyfi, voru Bandaríkin fremst í flokki á síðasta ári með 56.142 umsóknir. Kína var þar á eftir með 53.345 umsóknir og svo Japan með 49.702 umsóknir.

Þýskaland og Suður-Kórea voru í 4. og 5. sæti en býsna langt undan. Hvort land um sig var með færri en 20.000 umsóknir.

Stærsta stökkið á milli ára tók Indland, frá 1.583 umsóknum árið 2017 upp í 2.013 umsóknir á síðasta ári, eða um rúm 27%.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir