Stjórnarlaun hækka um 3%

Frá aðalfundi Isavia í dag.
Frá aðalfundi Isavia í dag. mbl.is/​Hari

Tillaga var lögð fram á aðalfundi Isavia í dag um að laun stjórnarmanna í félaginu taki breytingum í samræmi við almenna kjarasamninga á árinu 2018 eða um 3%.

Laun formanns á þessu ári verða því 400 þúsund krónur á mánuði og annarra stjórnarmanna 200 þúsund krónur. Mánaðarlaun varamanna verða 40% af launum stjórnarmanns eða 80 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund.

Þóknun fyrir setu í undirnefndum stjórnar verða 30% af launum stjórnarmanns eða 60 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir