Reykjavíkurborg setur lóðir í sölu

Lóðirnar við Hraunbæ.
Lóðirnar við Hraunbæ. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu byggingarrétt á nokkrum lóðum og er frestur til að skila inn tilboðum til 10. apríl. Um er að ræða lóðir við Hraunbæ, Bergþórugötu og við Bústaðaveg.

  • Við Hraunbæ eru boðnar út tvær fjölbýlishúsalóðir með heimild fyrir 116 íbúðum samtals. Heildarbyggingarmagn er nær 17 þús. fermetrar með bílakjallara sem er valkvæður. 
  • Við Bergþórugötu er leitað kauptilboða í byggingarrétt 216 fermetra íbúðarhúsnæðis fyrir allt að þrjár íbúðir. Sérstök athygli er vakin á því í útboðsskilmálum að við lóðarmörk norðanmegin stendur gamall og virðulegur hlynur með mikið varðveislugildi. Tréð á að standa og mega framkvæmdir ekki skaða tréð.
  • Við Bústaðaveg á svæði meðfram Reykjanesbraut eru boðnar tvær lóðir fyrir atvinnustarfsemi. Á annarri lóðinni er heimilt að byggja 3.800 fermetra og á hinni lóðinni 3.700, auk bílakjallara.

Að auki er til  sölu byggingarréttur fyrir 3.900 fermetra  atvinnuhúsnæði á 5.600 fermetra lóð að Krókhálsi 7 a. Sú lóð er boðin á föstu verði.

Sjá nánar hér

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir