Flugfélögin ræðast við um helgina

Þotur Icelandair og WOW á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair og WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum.

Gengi Icelandair hækkaði um 5,8% í kauphöllinni í gær, en tilkynningin um viðræður félaganna barst í fyrrakvöld eftir að markaðir höfðu lokað. „Við höfum fylgst mjög grannt með þessu máli og séð þessi óveðursský hrannast upp í fluginu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Núna er þetta í höndum þessara tveggja markaðsfyrirtækja og ríkisvaldið hefur einfaldlega sagt að þetta sé með vitund okkar og við munum auðvitað hjálpa til ef hægt er, en það hefur ekki verið rætt við okkur um neina sérstaka aðkomu,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að það hafi aldrei komið til tals að ríkisvaldið myndi setja fé inn í rekstur flugfélaganna. „Og satt best að segja þegar við vorum að meta kerfislega mikilvæg fyrirtæki, þá eru flugfélögin og í þessu tilviki WOW air auðvitað mikilvæg, ekki síst fyrir efnahagslífið og ferðaþjónustuna, en ekki með þeim hætti eins og menn töluðu um bankana hér áður fyrr.“

Sigurður bætir við að Ísland sé ekki eina landið í heiminum þar sem flugfélög hafi lent í erfiðleikum. „Þetta er grimmur samkeppnisheimur og það hafa mörg flugfélög í öðrum löndum lent í vandræðum, sum hver hafa orðið gjaldþrota og sum hver hafa lifað með einhverri aðkomu ríkisvaldsins, og við höfum verið að læra af því að það hefur tekist misvel og reynum að falla ekki í sömu gryfju.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir