Rauður morgunn í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Markaðurinn bregst illa við nýjum fréttum í flugmálum hér á landi en viðræður Icelandair Group um kaup á WOW air runnu út í sandinn um helgina. Gengi hvers einasta félag sem viðskipti hafa verið gerð með í dag hefur lækkað.

Icelandair lækkaði snögglega um tæp 8% á fyrstu 20 mínútunum eftir opnun markaðar en sú lækkun gekk verulega til baka eftir það. Hefur gengi Icelandair Group nú lækkað um 1,32% það sem af er degi í Kauphöll Íslands og stendur nú í 8,9 kr. bréfið.

Gengi Arion banka, sem er viðskiptabanki WOW air, hefur lækkað mest allra félaga sem stendu,  eða sem nemur 4,26%, og stendur nú í 5,5 kr. bréfið.

Þá hefur Festi lækkað um 3,56%, Reginn um 3,16%, Sýn um 2,52%, Reitir um 2,34%, Hagar um 2,3% og Eik um 2,25%, svo dæmi séu tekin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK