Síminn þarf að greiða 50 milljónir

mbl.is/Hari

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Símann fyrir helgi til þess að greiða fjarskiptafyrirtækinu TSC ehf. á Grundarfirði 50 milljónir króna með vöxtum og sex milljónir króna í málskostnað vegna samkeppnisbrota fyrrnefnda fyrirtækisins.

Málið nær aftur til ársins 2004 þegar Síminn hét Landssími Íslands og snýst um kaup fyrirtækisins á Íslenska sjónvarpsfélaginu og skilyrði sem samkeppnisyfirvöld settu fyrir þeim sem TSC taldi að hefðu verið brotin.

Skilyrðin snerust um að eyða neikvæðum áhrifum, sem kaupin á Íslenska sjónvarpsfélaginu, sem þá rak sjónvarpsstöðina Skjá Einn, gætu haft á samkeppni á fjar­skipta- og sjónvarpsmarkaði.

TSC hafði byggt upp eigið ADSL-kerfi á Snæfellsnesi en Síminn bauð upp á slíkar tengingar með aðgengi að efni Íslenska sjónvarpsfélagsins í kaupbæti. Hæstiréttur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið gegn skilyrðunum.

TSC fór upphaflega fram á yfir 100 milljónir króna í bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK