100 þúsund krónum ódýrara með WOW

Þotur Icelandair og WOW á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair og WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að fréttaflutningur af alvarlegri fjárhagsstöðu WOW Air hafi verið áberandi síðustu daga virðist flugfélagið halda sínu striki í framboði og verðlagningu flugfargjalda.

Við handahófskennda leit að flugi fyrir helgarferð til Kaupmannahafnar um helgina, 29. – 31. mars, kemur fram gríðarlegur munur á verði við leit á fargjaldasíðunni dohop.is. Þrjú flugfélög fljúga beint á milli Kastrup-flugvallar og Keflavíkur.

Samkvæmt leit sem mbl.is framkvæmdi á síðunni í morgun er hægt að panta flug til Kaupmannahafnar um helgina og til baka á rétt rúmlega 28 þúsund krónur á mann með WOW Air.

Flugverð með WOW Air til Kaupmannahafnar um helgina.
Flugverð með WOW Air til Kaupmannahafnar um helgina. Ljósmynd/Skjáskot af dohop.is

Næstódýrast er að panta með SAS, en flug með félaginu fram og til baka þessa leið um helgina kostar rúmlega 83 þúsund krónur á mann.

Flugverð með SAS til Kaupmannahafnar um helgina.
Flugverð með SAS til Kaupmannahafnar um helgina. Ljósmynd/Skjáskot af dohop.is

Dýrast er að fljúga með Icelandair, en flug með félaginu fram og til baka þessa leið um helgina kostar samkvæmt leitarvélinni rúmlega 131 þúsund krónur á mann þar sem eingöngu virðist vera laust flug á viðskiptafarrými. Þar er þó hægt að velja um tvo mismunandi flugtíma.

Flugverð með Icelandair til Kaupmannahafnar um helgina.
Flugverð með Icelandair til Kaupmannahafnar um helgina. Ljósmynd/Skjáskot af dohop.is

Það þýðir að rúmlega 100 þúsund króna munur er á flugi með WOW Air og Icelandair til og frá Kaupmannahöfn með svona skömmum fyrirvara. Munurinn á verði er því um 467%. Því gæti fjögurra manna fjölskylda pantað þessa leið um helgina með WOW Air og borgað minna en fargjald fyrir einn hjá Icelandair.

Þá ber að geta þess að hægt er að panta með ýmsum öðrum mögulegum flugleiðum og ekki er krafa fyrir flugfarþega að flogið sé með sama flugfélaginu báðar leiðir.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir