Sextán sækja um stöðu seðlabankastjóra

Skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út í ágúst.
Skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út í ágúst. mbl.is/Árni Sæberg

Forsætisráðuneytinu hafa borist 16 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar en frestur til umsóknar rann út á miðnætti.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Þar kemur fram að hæfnisnefnd verði skipuð til að fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra sem sóttu um. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi. Seðlabanka­stjór­ar eru skipaðir til fimm ára í senn og ein­ung­is má skipa þann sama tvisvar sinn­um.

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra:

Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra 
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur
Gylfi Magnússon dósent
Hannes Jóhannsson hagfræðingur
Jón Danielsson prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Katrín Ólafsdóttir lektor
Salvör Sigríður Jónsdóttir nemi
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri 
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs-, viðskipta- og fjarstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var greint frá því að fimmtán hafi sótt um stöðu seðlabankastjóra en í uppfærðri fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að umsóknirnar eru sextán. Nafn Katrínar Ólafsdóttur vantaði á upphaflega listann. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK