Kínverjar stækka Airbus-pöntun

Xi Jinping og Emmanuel Macron fagna undirritun samninga en með …
Xi Jinping og Emmanuel Macron fagna undirritun samninga en með þeim á myndinni eru Jia Baojun frá kínversku flugfélagasamtökunum og forseti Airbus, Guillaume Faury. AFP

Kínverjar hafa skrifað undir samning um kaup á 300 Airbus-þotum en tilkynnt var um þetta eftir fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands, og forseta Kína, Xi Jinping, í París í gær. 

Um er að ræða 290 Airbus A320 og 10 A350 en í janúar 2018 var tilkynnt um viðskiptin að hluta er Macron sótti Xi heim. Þá var um að ræða 184 A320 þotur fyrir 13 kínversk flugfélög en nú hefur pöntunin verið stækkuð í 300 farþegaþotur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK