Magnús til Völku

Magnús Jóhannsson, Þjónustustjóri Völku fyrir Norðurlöndin og Rússland.
Magnús Jóhannsson, Þjónustustjóri Völku fyrir Norðurlöndin og Rússland. Ljósmynd/Ágústa Kristín Bjarnadóttir

Magnús Jóhannsson hefur verið ráðinn sem þjónustustjóri Völku fyrir Norðurlöndin og Rússland. Magnús mun vera með aðsetur á nýrri skrifstofu Völku í Alta í Noregi.

Magnús hefur víðtæka reynslu úr sjávarútvegstengdum hátækniiðnaði, samkvæmt fréttatilkynningu. 

Síðast starfaði hann sem tæknistjóri yfir landvinnslu hjá Grieg Seafood, í Noregi, einu af stærstu laxeldisfyrirtækjum heims. Áður var hann hjá Skaginn 3X í 13 ár, þar af í sjö ár sem þjónustustjóri. Hann starfaði einnig hjá Maskinfabrikken Hillerslev í Danmörku á árunum 1999 -2001.

Magnús hefur þegar hafið störf hjá Völku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK