Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. Ljósmynd/VÍS

Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu en Óskar Hrafn hefur störf í byrjun apríl.

Þar segir að Óskar Hrafn hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum en hann var meðal annars frétta­stjóri á Stöð 2, Vísi.is og DV. Hann var um tíma yf­ir­maður Stöðvar 2 Sport en hef­ur að mestu unnið sjálf­stætt sem ráðgjafi und­an­far­in miss­eri.

Hjá VÍS mun Óskar Hrafn stýra miðlun upp­lýs­inga til fjöl­miðla og markaðsaðila. Til viðbót­ar mun hann bera ábyrgð á mót­un ófjár­hags­legr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar og sam­fé­lags­ábyrgð fé­lags­ins. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir