Lindex lokar tveimur verslunum

Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir eigendur Lindex á …
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir eigendur Lindex á Íslandi.

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að sameina rekstur þriggja verslana sinna á einn stað í Kringlunni  þar sem nú er rekin Lindex dömu- og undirfataverslun. Verslun Lindex á Laugavegi lokar í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lindex. 

Sameinaða Lindex verslunin í Kringlunni, sem staðsett er í aðalgangi Kringlunnar, mun eftir breytingar verða tæplega 700 fermetrar og sú stærsta hér á landi þar sem boðið verður upp á heildarvörulínu Lindex og verður við lok framkvæmda flaggskipsverslun fyrirtækisins hér á landi, eins og segir einnig í tilkynningunni. 

„Í fyrsta áfanga verður verslun og þjónusta sem þekkt er undir nafninu Click and Collect og starfrækt hefur verið á Laugavegi 7og gerir fólki kleift að nálgast vörur, sem verslaðar eru á netinu, samdægurs flutt í Kringluna," segir í tilkynningunni.

Þá segir að annar áfangi opni um mitt næsta ár, 2020 þegar framkvæmdum ljúki við stækkun Kringlunnar aftan við rýmið sem nú hýsir dömu- og undirfataverslun Lindex.  Við þá breytingu muni Kids verslun Lindex í Kringlunni flytja á einn og sama stað.

Ánægð með skrefið

„Við erum gríðarlega ánægð með að geta tekið þetta skref þar sem við höfum leitað leiða til að koma öllum okkar frábæru vörum á einn stað í Kringlunni.  Jafnframt því erum við spennt að geta boðið Click&Collect þjónustuna núna með þeim þægindum sem fylgir því góða aðgengi sem er að Kringlunni.   Staðsetningin gerir okkur kleift að bjóða upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi

Í tilkynningunni segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunni að hann hann sé ánægður með samninginn við Lindex. „„Við erum mjög glöð með samninginn sem nú hefur verið undirritaður og teljum að það felist í því mikil viðurkenning fyrir Kringluna að Lindex velji það fyrir sína flaggskipsverslun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK