Icelandair leigir tvær 767-breiðþotur

Icelandair hefur leigt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við núverandi …
Icelandair hefur leigt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við núverandi flota. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur gengið frá leigu á tveimur Boeing 767-breiðþotum út september, en þetta er gert til að tryggja að flugáætlun félagsins raskist sem minnst vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-véla sem félagið hafði áður fest kaup á. Félagið vinnur einnig að því að fá leigða þriðju vélina sem myndi þá bætast við flotann í sumar og að breyta flugáætlun eftir gjaldþrot WOW air.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fyrri vélin í rekstur um miðjan apríl, en sú síðari snemma í maí. Verða þær í rekstri út september. Vélarnar eru 262 sæta flugvélar með tveimur farrýmum. Þá eru þær með afþreyingarkerfi.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að félagið vinni nú að endurskoðun flugáætlunar sinnar fyrir sumarið í kjölfar mikilla breytinga á samkeppnisumhverfinu, en í síðustu viku var tilkynnt um gjaldþrot WOW air. Segir félagið að þegar 737 MAX-vélarnar komi í rekstur hafi félagið möguleika á að auka framboð í háönn frá því sem áður var áætlað þar sem breiðþoturnar hafi bæst í flotann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK