Kaupþing setur 10% í Arion banka á sölu

Kaupskil ehf., dótturfélag Kaupþings og stærsti einstaki eigandi í Arion banka, ætlar að selja 10% hlut í bankanum, en félagið á samtals 32,67%.

Ferlið hófst nú í dag eftir lokun markaða og verður með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Samtals verða seldar 200 milljónir hluta í bankanum, en við lokun markaða var gengi bréfanna 76,7 krónur og heildarvirði þeirra hluta sem á að selja því 15,34 milljarðar.

Greint var frá þessu fyrst á vef Fréttablaðsins, en upplýsingafulltrúi Kaupþings hefur staðfest við mbl.is að þessi sala standi fyrir dyrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK