Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs bankans, eru ósáttir við ákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir í gærkvöldi.
Í ákvæðinu kemur fram að í samningunum verði forsenduákvæði um uppsögn hans ef vaxtalækkanir verði ekki að veruleika.
„Þetta er ekki lagi,“ sagði Gylfi Zoega í viðtali við Bloomberg. „Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun,“ sagði hann. Að setja bankann í aðstöðu þar sem hann getur ekki tekist á við verðbólgu „er klikkuð hugmynd“, að hans mati.
Gylfi Magnússon segir fyrirkomulagið vera skrítið. „Það eru margar skrítnar klásúlur þarna sem snúast um vexti og verðtryggingu, til dæmis. Ég get ekki séð að neinar þeirra muni bæta kjör launafólks.“
/frimg/1/2/83/1028343.jpg)
