Debenhams í greiðslustöðvun

Debenhams á Oxford Street.
Debenhams á Oxford Street. AFP

Debenhams er á leið í greiðslustöðvun en lokað var fyrir viðskipti með vöruhúsið áður en viðskipti hófust í kauphöllinni í London í morgun. Baugur átti á sínum tíma stóran hlut í breska vöruhúsinu. 

Breska vöruhúsið var stofnað árið 1778 en hefur átt í verulegum rekstrarerfiðleikum, líkt og svo mörg bresk fyrirtæki, að undanförnu. Í tilkynningu kemur fram að settar verða 200 milljónir punda inn í reksturinn og að verslanir keðjunnar verða áfram í rekstri.

Sports Direct á 30% hlut í Debenhams og í gær hafnaði fyrirtæki 150 milljóna punda tilboði frá Mike Ashley, eiganda Sports Direct.

Debenhams skuldar 640 milljónir punda og gaf í þrígang út afkomuviðvaranir í fyrra Í lok síðasta árs var tilkynnt um að enn fleiri verslunum yrði lokað og að á næstu fimm árum yrði þeim fækkað um 50. Ekki hefur verið upplýst að fullu um hvaða búðir er að ræða en í febrúar var tilkynnt um lokun 20 þeirra. Alls eru 165 Debenhams verslanir í rekstri og starfa um 25 þúsund manns hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK