Vonbrigði að ferðunum fækki

Icelandair nær ekki, til skamms tíma að minnsta kosti, að …
Icelandair nær ekki, til skamms tíma að minnsta kosti, að fylla skarð WOW air á markaðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Viðskiptapúlsinum, nýjum hlaðvarpsþætti frá ritstjórn Morgunblaðsins um viðskipti- og efnahagsmál, er m.a. rætt við Elvar Inga Möller, hlutabréfagreinanda hjá Arion banka.

Í viðtalinu er ljósi varpað á stöðuna á flugmarkaðnum í dag í kjölfar falls WOW air. Sérstaklega er rýnt í tilkynningu sem barst frá Icelandair Group í morgun fyrir opnun markaða þar sem fram kom að félagið þyrfti að fella niður um 3,6% af flugferðum sínum á tímabilinu 1. apríl til 15. júní.

Segir Elvar Ingi að í þessum fréttum felist talsverð vonbrigði þar sem vonir hafi staðið til að Icelandair gæti fyllt talsvert í það skarð sem myndaðist á markaðnum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Segir hann helstu ástæðuna fyrir því að það reynist ekki mögulegt að hinar nýju Boeing 737MAX-vélar sem Icelandair hefur tekið í notkun eru enn kyrrsettar um heim allan vegna tæknilegra galla sem fundist hafa í flugstjórnarbúnaði þeirra.

Hlusta má á fyrsta þátt Viðskiptapúlsins hér að neðan. Þá má einnig nálgast þáttinn í gegnum helstu podcast-veitur hjá Itunes, Spotify og Google Play.

Elvar Ingi Möller.
Elvar Ingi Möller. Arion banki

„Það áttu sex nýjar vélar að koma inn í sumarleiðakerfið hjá þessum MAX-vélum í sumar en það er orðið ljóst að það verður að minnsta kosti ekki fyrr en 15. júní. Þetta er að hafa áhrif en félagið er samt að takast að verja þær áætlanir sem það lagði upp með í byrjun árs um að flytja 4,6 milljónir farþega á þessu ári. En það er í þeirra samhengi athyglisvert að meðan þessi kyrrsetningu varir þá er erfiðara fyrir  félagið að sækja á þá markaði sem WOW air er að skilja eftir sig,“ segir Elvar Ingi.

Viðskiptapúlsinn er fyrsta viðskiptahlaðvarp sem sent er út með reglubundnum hætti hér á landi. Um hádegisbil á miðvikudögum fer nýr þáttur í loftið þar sem blaðamenn ViðskiptaMoggans fara yfir það sem hæst ber í umfjöllun um viðskipti- og efnahagsmál. Þá koma góðir gestir í stúdíó og ræða um afmarkaða þætti sem aukið geta skilning hlustenda á mikilvægum fréttum úr heimi viðskiptanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK