Kaupir í Skeljungi en selur í Högum

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

365 miðlar, félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur keypt 3,02% hlut í Skeljungi og gert framvirka samninga um kaup á 4,64% hlut til viðbótar. Keypti félagið fyrir um 509 milljónir í félaginu og miðað við markaðsverð við lokun markaða nemur virði framvirku samningana 783 milljónum. Samtals er því um að ræða viðskipti sem geta numið tæplega 1.300 milljónum.

Í tilkynningu til Kauphallar vegna viðskiptanna kemur fram að gildistími framvirka samningsins sé til 30. apríl, en félagið gæti þá átt 165 milljón hluti í félaginu, eða sem svarar 7,67% hlut í félaginu. Með því yrði 365 miðlar meðal stærstu hluthafa í Skeljungi og lang stærsti einkafjárfestirinn. Miðað við hluthafalista við lokun markaða í gær var Gildi lífeyrissjóður stærsti hluthafinn með 9,2% og Kvika banki með 8,11% í Skeljungi.

Á vef Fréttablaðsins kemur fram að 365 miðlar hafi minnkað við sig í Högum, en 365 átti tæplega 4% í Högum um áramót og samkvæmt hluthafalista frá síðustu mánaðarmótum var eignarhluturinn kominn í 2,48%. Sá hlutur væri að markaðsvirði í dag metinn á 1,35 milljarða.

365 miðlar eru meðal annars eigandi Torgs, sem er útgáfufélag Fréttablaðsins. Fyrir viðskiptin átti félagið enga hluti í Skeljungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK