Lágt hlutfall ódýrari íbúða

Byggingakranar við Reykjavíkurflugvöll.
Byggingakranar við Reykjavíkurflugvöll. mbl.is/​Hari

Greining Samtaka iðnaðarins bendir til að hlutfallslega fáar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu ódýrar. Til dæmis sé fimmta hver íbúð í smíðum á dýrum svæðum í miðborginni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sveitarfélögin fyrir að bregðast ekki hraðar við hugmyndum átakshóps um aukið framboð íbúða fyrir tekjulága. Fátt bendi til að vandinn sé að leysast.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar byggingu 6-8 þúsund íbúða í húsnæðisfélaginu Blæ með aðkomu lífeyrissjóðanna. Uppbyggingin er hluti af kjarasamningum.

Umræða um slíka fjármögnun virðist hins vegar skammt á veg komin á vettvangi lífeyrissjóðanna.

Ragnar Þór segir óvíst hvort lífeyrissjóðirnir vilji fjárfesta í Blæ.

„Þótt við stjórnum þeim ekki beint kjósum við stjórnir sjóðanna. Það er áætlað að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 50 milljörðum þegar þeir seldu Bakkavararbræðrum hlut í félaginu árið 2015. Það er sambærileg upphæð og þarf í þetta verkefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK