Skúli fundaði með KEA-hótelum

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Rax

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, fundaði með fulltrúum eigenda KEA-hótela í vikunni um stofnun nýs flugfélags.

Frá þessu er greint í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að þetta sé samkvæmt heimildum RÚV. Bent er á að bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital í Alaska eigi helming í félaginu K acqusition sem á KEA-hótelin, sem eru ellefu. PT Capital eigi einnig stærstan hlut í Nova.

Greint var frá því í síðustu viku að Skúli hygðist endurvekja rekstur flugfélagsins. Þá kom fram að Skúli og aðrir lyk­il­starfs­menn WOW air leiti um þess­ar mund­ir fjár­mögn­un­ar upp á 40 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur um 4,8 millj­örðum króna, til að standa straum af kostnaði við upp­haf rekst­urs­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK