Segist ekkert vita um fjáröflunarsíðu

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segist ekkert vita um nafnlausu vefsíðuna hluthafi.com þar sem óskað er eftir hluthöfum til að endurreisa WOW.

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Ekki kemur fram hverjir standi að baki síðunni en þar eru ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hvött til að leggja fram „lít­ils­hátt­ar hluta­fé“ í krafti fjöld­ans og tryggja rekst­ur WOW air til framtíðar.

Fram kemur að þeir sem standi að baki síðunni séu fyrrverandi viðskiptavinir WOW air og annarra flugfélaga. „Við vit­um að ef sam­keppni minnk­ar eða fell­ur niður í sam­keppn­is­um­hverfi þá töp­um við til lengri tíma,“ seg­ir meðal ann­ars á síðunni.

Einnig kemur fram í frétt RÚV að netafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu muni skoða síðuna á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK