Lætur af störfum að eigin ósk

Þórarinn Ævarsson.
Þórarinn Ævarsson.

Þórarinn Ævarsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, lætur af störfum um næstu mánaðamót að eigin ósk.  Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn IKEA á Íslandi.

„Þórarinn hefur stýrt IKEA  í 14 ár og á þeim tíma hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill og það notið velgengni og velvildar viðskiptavina. Eigendur og stjórn IKEA á Íslandi þakka Þórarni fyrir vönduð og vel unnin störf í þágu félagsins, óska honum velfarnaðar og hafa jafnframt áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA á Íslandi eftir að hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri. Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum,“ segir í tilkynningunni. 

„Þórarinn segist líta til baka með stolti yfir starfið sem unnið hafi verið innan fyritækisins undanfarin fjórtán ár. Hann kveðji í sátt og segir mesta eftirsjá að vinnustaðnum og samstarfsfólkinu, en að jafnframt sé kominn tími á nýjar áskoranir,“ segir ennfremur. 

Eigendur IKEA á Íslandi reka einnig IKEA í Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Um 450 starfsmenn starfa nú hjá fyrirtækinu hér á landi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK