Sjö nýir starfsmenn ráðnir

Nýju starfsmennirnir.
Nýju starfsmennirnir. Ljósmynd/Aðsend

Vegna aukinna umsvifa auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta hefur stofan ráðið sjö nýja starfsmenn til starfa.

Þau Ástrós Kristinsdóttóttir, Íris Erna Guðmundsdóttir, Katla Hrund Karlsdóttir, Kría Benediktsdóttir Raphaelle Monvoisin, Sindri Freyr Guðjónsson og Tryggvi Ólafsson hafa öll þegar hafið störf hjá stofunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Um er að ræða fjölgun og hefðbundna þróun hjá okkur, þvert á stöðvar. Við höfum verið að taka við nýjum verkefnum, bæði stórum og smáum, viðskiptavinum sem kallar á öfluga viðbót. Við erum akkúrat núna að undirbúa opnun í Skagafirði á einni stærstu gagnvirku sýningu sem sett hefur verið upp á Norðurlöndum,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri og eigandi H:N Markaðssamskipta meðal annars í tilkynningunni.  

Ástrós Kristinsdóttir, samfélagsmiðlafulltrúi og viðskiptastjóri er með BS gráðu úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.  Áður starfaði Ástrós sem aðstoðarmaður Dr. Þórhalls Arnars Guðlaugssonar dósents við viðskiptafræðideild og hjá Arion banka. 

Íris Erna Guðmundsdóttir, grafískur miðlari. Íris Erna er með sveinspróf í grafískri miðlun og  sérmenntuð í formhönnun. Áður starfaði hún hjá Prentmeti.

Katla Hrund Karlsdóttir, viðskiptastjóri. Með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, hvort tveggja frá Háskóla Íslands. Starfaði áður sem sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi fyrir fjölbreytt fyrirtæki samhliða námi.

Kría Benediktsdóttir, umsjónarhönnuður (art director). Útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og situr nú í stjórn Grapíku. Starfaði áður hjá Pipar TBWA, Hvíta húsinu og E&co. Auk þess að gegna starfi art director hjá H:N er hún í jógakennaranámi og leggur stund á Social media marketing.

Raphaelle Monvoisin, grafískur hönnuður. Starfaði áður í París hjá leikjarisanum Blizzard Entertainment Europe þar sem hún sá um framleiðslu á efni fyrir leiki og ljósmyndun.

Sindri Freyr Guðjónsson samfélagsmiðlasérfræðingur.

Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands sem samhliða störfum sínum á H:N rekur ferðaskrifstofuna eTravel. Áður en hann tók til starfa hjá H:N starfaði hann sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Sahara.

Tryggvi Ólafsson, framleiðslustjóri. Áður starfaði Tryggvi við umbrot hjá flestum stærri fjölmiðlafyrirtækjum á landinu, nú síðast hjá Fréttablaðinu. Hann lýkur við BA nám í ensku frá Háskóla Íslands á vormánuðum samhliða starfi sínu hjá H:N.

H:N Markaðssamskipti er meðal elstu auglýsingastofa landsins og hefur unnið til fjölda verðlauna á þeim 29 árum sem hún hefur verið starfrækt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK