KiDS Coolshop tekur yfir Toys 'R' Us

Verslun Toys 'R' Us í New York.
Verslun Toys 'R' Us í New York. AFP

Danska leikfangakeðjan KiDS Coolshop hefur tekið yfir verslanir Toys 'R' Us Ísland og er lokadagur verslana þeirra á Íslandi 24.apríl næstkomandi.

KiDS Coolshop mun opna nýjar KiDS Coolshop leikfangaverslanir í sömu húsakynnum og Toys 'R' Us Ísland var með verslanir í Smáratorgi, Kringlunni og Glerártorgi þann 25.apríl, að því er kemur fram í tilkynningu.

Fram kemur að mikið verk sé framundan og að miklar breytingar verði á versluninni í Kringlunni.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir